SKÁLDSAGA Á ensku

Madame Bovary

Skáldsagan Madame Bovary eftir franska rithöfundinn Gustave Flaubert (1821-1880) kom fyrst út árið 1856 og var fyrsta skáldsaga höfundar. Hér birtist sagan í enskri þýðingu Eleanor Marx-Aveling.

Söguhetjan, Emma Bovary, er gift kona og móðir sem þráir að flýja frá tómlegum hversdagsleika sveitalífsins. Rómantískir draumórar hennar, sem stangast á við raunveruleikann, leiða hana út á hála braut blekkingar, skulda og stigvaxandi örvæntingar.

Þegar sagan kom fyrst út olli hún hneykslun meðal lesenda sem þótti sómakennd sinni misboðið. Eftir réttarhöld árið 1857 varð þessi alræmda skáldsaga fljótt metsölubók. Sagan markaði kaflaskil í bókmenntasögunni og er almennt talin með helstu verkum nútímabókmennta.


HÖFUNDUR:
Gustave Flaubert
ÚTGEFIÐ:
2023
BLAÐSÍÐUR:
bls. 333

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :